Fasteignir

Skipulagsmál, lóðir og húsnæði

til baka á forsíðu

Akureyringum hefur fjölgað um 1,1% á ári að meðaltali síðan árið 2000. Síðustu 20 ár hafa framkvæmdir hafist við að meðaltali 131 íbúð á ári (og 155 íbúðir sé litið til fimm ára). Líklegt er að hafnar verði framkvæmdir við 223 íbúðir á yfirstandandi ári og um 200 á því næsta.

Íbúðarhúsnæði

Fasteignamarkaðurinn á Akureyri er öflugur að því leyti að íbúðir halda verðgildi sínu og eðlilegar hækkanir verða á eignum. Í heildina er þó verðlag umtalsvert lægra og hefur almennt hækkað minna en á höfuðborgarsvæðinu og er því hagstætt að selja þar og fjárfesta á Akureyri. Í íbúakönnun landshlutanna eru Akureyringar ánægðastir allra með framboð af íbúðum til kaups.

Lesa meira

Gatnagerðargjöld

Gatnagerðargjöld eru mismunandi eftir sveitarfélögum og hjá Akureyrarbæ hafa þau lengi verið í lægri kantinum, einkum fyrir fjölbýlishús. Gjöldin sem Akureyrarbær innheimtir eru lægri en almennt gerist á höfuðborgarsvæðinu. Mörg sveitarfélög rukka byggingarréttargjald sem hefur almennt ekki verið gert áAkureyri.

Lesa meira

Atvinnulóðir

Í lok árs 2021 voru 20 athafnalóðir lausar til umsóknar auk einnar lóðar fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi. Í samanburði við önnur sveitarfélög er þetta býsna mikill fjöldi atvinnulóða. Lóðirnar eru flestar staðsettar nyrst í bænum, megnið í námunda við bæjarmörkin, en uppbygging íbúða hefur að mestu verið syðst. Með tilkomu nýrra íbúðarhverfa í norðurhluta bæjarins er útlit fyrir að staðsetning atvinnulóðanna batni umtalsvert í samhengi við íbúðabyggð.

Lesa meira