Þegar þú getur unnið hvar sem er, því ekki að búa á besta stað?

Heimurinn er alltaf að minnka en um leið gerum við alltaf meiri kröfur. Við viljum meiri tíma með þeim sem okkur þykir vænst um, tíma sem við getum nýtt í innihaldsríkara líf laust við umferðarhnúta og stress. Allir staðir hafa sína kosti en er kannski kominn tími til að rífa sig upp í aðeins meiri lífsgæði? Aðeins meiri Akureyri?

Það eru svo sannarlega margar góðar ástæður til þess að flytja norður. Skrunaðu niður og skoðaðu hvaða á best við um þig og þitt fólk.

Verið velkomin á besta staðinn fyrir skíðafólk

  • Vinsælasta skíðasvæði landsins
  • Stutt að fara og opið lengi
  • Heimili Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands
lesa meira

Eigðu meiri tíma eftir vinnu – þú munt þurfa á honum að halda!

  • Stutt að fara, minna skutl, frítt í strætó
  • Skemmtilegasta sundlaug landsins
  • Vinsælasta skíðasvæði landsins
lesa meira

Hvað gerir þú við milljónirnar sem þú sparar með lægra fasteignaverði?

  • Lægra fermetraverð en á höfuðborgarsvæðinu
  • Fjölbreyttir valkostir, ný hverfi á leiðinni og margt í byggingu
  • Virkur leigumarkaður
lesa meira

Skólabærinn stendur undir nafni!

  • Stutt bið eftir leikskólaplássum
  • Hátt menntunarhlutfall starfsfólks
  • Öflugur háskóli með fjölda námsbrauta
  • Heilnæmt húsnæði og góð aðstaða
lesa meira

Fjölbreytt atvinna, líka fyrir þau sem eru ekki að leita

  • Háskóli, sjúkrahús og fjölbreytt opinber þjónusta
  • Kraftmikill sjávarútvegsklasi
  • Vantar fólk í tækni- og iðngreinum
  • Hefurðu spurt yfirmanninn hvort starfið þitt megi koma með norður?
lesa meira

Ekki láta þér leiðast – það er alltaf eitthvað um að vera

  • Litskrúðugt menningarlíf, tónleikar, leiksýningar, myndlist, söfn og alls konar
  • Fjölbreytt íþróttalíf og fjöldi viðburða
  • Úrval veitingastaða, bara og skemmtistaða
lesa meira